Language
Back
Product releases

CoreData útgáfulýsing – útgáfa 2.58

Eftir þunga Python 3 uppfærslu undanfarinna mánuði var komið að því að útfæra spennandi eiginleika sem þið notendur hafið verið að bíða eftir. Í blálokin kom upp veikleiki kenndur við „log4j“ og fórum við strax í að bregðast við honum þar sem öryggi er okkur alltaf ofarlega í huga.

Hér eru nýjungar í úgáfu 2.58

Uppfærsla vegna log4j öryggisógnar

Minnisblað um aðgerðaráætlun var sent út á tengiliði CoreData. Þar kom fram að 13.12.2021 voru gerðar config breytingar á þessum kóðasöfnum sem tengjast þessum veikleika. Það var ein af þeim leiðum sem framleiðendur ráðlögðu m.a. til að koma í veg fyrir þennan veikleika. Í framhaldinu var þetta kóðasafn uppfært í þá útgáfu sem inniheldur ekki þennan veikleika og sú uppfærsla hluti af þessari útgáfu.

Notendur geta breytt röðun í „Flýtileiðir“

Nú geta notendur sjálfir breytt röðuninni á þeim hlutum sem þeir hafa merkt við að hafa í flýtileiðum (e.my favourites). Notandi einfaldlega fer með músina yfir myndina fremst í línunni og þá myndast „kross“ þar sem músabendillinn er staðsettur, dregur línuna til og sleppir henni þar sem þú vilt að hún sé í röðinni.

Aðgerðarhnappar í „Allar skrár“ flipanum fyrir yfirverkefni

Þeir sem nýta sér yfirverkefni sjá nú að við höfum bætt við aðgerðarhnöppum sem flýtileið fyrir notendur þegar þeir eru að vinna í flipanum „Allar skrá“.

Þeir sem óska eftir að geta haft yfirverkefni geta haft samband við okkur á þjónustuborðinu, coredata@coredata.is og við stillum þetta fyrir ykkur.

Brauðmylsluslóð

Í yfirverkefnum er nú hægt að sjá „brauðmylsluslóð“ eins og fyrir venjulega verkefni (undirverkefni).

Númer verkefnis/máls

Nú hefur verið settur svigi utanum númer verkefnis til þess að hjálpa notendum við að aðgreina betur númerið í slóð verkefnisins. Það er algengt að ártöl og dagsetningar séu í heitum verkefna viðskiptavina okkar. Notendur hafa beðið um betri aðgreiningu þarna og nú höfum við brugðist við með því að draga fram númerið á þennan hátt.

Skjalalykill kominn í afmörkun 

Möguleikinn við að bæta við upplýsingum um skjalalykil í afmörkun fyrir skjöl hefur nú verið aðlöguð – bestu þakkir sendum við notendahópnum okkar sem bennti á að þetta væri fýsilegur kostur fyrir notendur.

Þeir sem óska eftir að fá þessa breytingu geta haft samband við þjónustuborðið, coredata@coredata.is  og við stillum afmörkunina .

Enn meiri sveigjanleiki í framsetningu málsnúmera / verkefnanúmera

Búið er að bæta möguleika á sveigjanlegri framsetningu máls-/verkefnanúmera.

Nú er hægt að setja saman málsnúmer/verkefnanúmer á nokkra vegu sem er samsettur úr mismunandi framsetningu einnig er hægt að raða númerinu saman á þá vegu sem hentar hverjum og einum. Sjá til dæmis:

  • 2021-12-hlaupandi teljari (byrjar 1. hvers mánaðar)
  • 2021 – hlaupandi teljari (byrjar í upphafi árs)
  • Teljari/ár

Þeir sem óska eftir að breyta framsetningu á málsnúmerum/verkefnanúmerum geta haft samband við þjónustuborð, coredata@coredata.is  og við förum yfir hvaða möguleikar eru í boði.

CoreAdmin – utanumhald og skráning þjónustureikninga hjá notendum

Útbúin er möguleiki á skráningu og utanumhaldi á notendum í kerfisstjóraaðgangi CoreData (CoreAdmin). Nú er hægt að skrá þjónustureikninga í viðmótinu og viðhalda lykilorðum (e.secrets) á þeim. Þetta er mjög takmarkaður aðgangur fyrir umsjónamenn kerfisins og nauðsynlegur m.a. til að tryggja rétta notkun og reglulegar breytingar á lykilorðum fyrir slíka þjónustureikninga. Það er góð venja í öryggismálum að breyta þessum lykilorðum reglulega.

Bætt afköst, minni lagfæingar og API viðbætur

Síðast en ekki síst eru það allar þær minni lagfæringar sem þarf alltaf að taka með inn í allar útgáfur þar sem við erum að bæta afköst og gæði kerfisins auk þess að bæta við möguleikum í notkun á API lagi CoreData. Viðskiptavinir okkar eru í enn meira mæli að samþætta lausnir sínar við CoreData þannig að skjöl séu varðveitt á réttum stöðum. Þá skiptir miklu máli að þessar aðgerðir séu einfaldar og auðvelt að nota. Það sparar ykkur tíma í innleiðingu, samþættingu og viðhaldi á heildar tækniumhverfi ykkar.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar, endilega sendið okkur línu á þjónustuborðið, coredata@coredata.is

Let's talk

We are friendly and always willing to show you how our product works or discuss your unique situation and specific needs.

By using this website, you agree to our cookie terms. We use cookies to improve your user experience and increase the page’s processing speed.
OK