Language

Markmið okkar eru einföld.

Að vernda og skipuleggja viðskiptaupplýsingarnar þínar á öruggum stað.

Þetta erum við

Árangur er okkur hjartans mál

Við erum árangursdrifið teymi með dreifðan bakgrunn – hokin af menntun og reynslu.

Ráðgjafaþjónusta okkar getur einnig hjálpað þér við ráðgjöf á stafrænni umbreytingu á þínum viðskiptaferlum.

Við erum drifin áfram af því að aðstoða fyrirtæki eins og þitt að verða stafræn og árangursríkari í rekstri. Útbúa stafræna skrifstofu sem er í senn öruggari og styður árangursrík innri samskipti starfsmanna og við ytri samstarfsmenn.

Við erum stolt af árangri okkar í samvinnu teymisins sem vinnur í tveimur heimsálfum og nokkrum löndum.

Endurgjöf viðskiptavina okkar er okkur hjartans mál í stöðugum umbótum – þannig ná verkefnastjórar, þróunarteymi, prófunarteymi, vörustjórnun og markaðsteymi að tryggja árangur viðskiptavina okkar.

Viðskiptavinir okkar hafa aðgengi að þjónustuaðila, sem þekkir uppsetningu og upplýsingar þeirra út í gegn, með þessu tryggjum við yfirburða þjónustu á öllum stundum.

Samstarfsaðilar
Samstarfsaðilar CoreData eru traustir, framsæknir og styðja við önnur fyrirtæki við að stækka með auknum viðskiptum og viðhalda öryggi. Hér eru nokkrir samstarfsaðilar CoreData.
Það sem viðskiptavinir okkar segja um okkur
Við erum að nota CoreData til að stjórna málum okkar og skjölum. Ég get nálgast, deilt, breytt öllum upplýsingum hvar sem er og hvenær sem er. Það sem okkur líkar hvað best er hæfileikinn til að stjórna aðgangi að skjölum og deila ákveðnum skrám með tilteknu fólki.
Vilborg Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Advel
CoreData er með öfluga möguleika á uppsetningu sem sérhvert fyrirtæki getur notið góðs af. Ef þig vantar aðstoð, munu þau hjálpa þér strax.
Sigfús Rúnar Eysteinsson, Festa lífeyrissjóður, Skrifstofustjóri
Við notum CoreData fyrir öll skjöl og mál. Það er afar mikilvægt að við getum nálgast, deilt og breytt öllum gögnum hvar og hvenær sem er.
Elfa Ýr Gylfadóttir, Fjölmiðlanefnd, Framkvæmdastjóri

Tölum saman!

Við erum við símann núna og erum ávallt tilbúin til að sýna þér hvað við höfum fram að færa og ræða við þig.

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vefkökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.
OK