Language

Hannað fyrir alla – til notkunar alla daga og alls konar stærðir teyma.

CoreData er notað af ýmsum mörkuðum hvort sem það eru einkarekin félög, ríkisstofnanir, félög rekin í góðgerðarskyni eða hvers konar félagasamtökum.

Fljótlegur aðgangur fyrir lögfræðistofur og lögfræðiteymi

Með CoreData geta lögfræðistofur og lögfræðiteymi stjórnað og varðveitt öll skjöl, eyðublöð, form, upplýsingar, samninga og önnur trúnaðargögn á skilvirkan og öruggan máta.

Finndu upplýsingar úr fullkomnri leitarvél, skjalasniðmátum og Skipuleggðu málin þín eins og þér hentar hvort sem það er eftir málum, tengiliðum eða viðskiptavinum. Lögfræðiteymið eyðir tíma sínum í að vinna mál frekar en að vinna við pappír.

 • Skipuleggðu skjöl eftir málsaðila, málum eða með öðrum lýsigögnum
 • Vistaðu tölvupóstsamskipti einstakra starfsmanna og mótaðila í tilheyrandi verkefni
 • Minnkaðu pappírsnotkun og tryggðu fljótlegri leit að skjölum með rafrænum hætti
 • Tilgreindu aðgangsstýringar réttra aðila að réttum gögnum
 • Endurskoðaðu skjöl og merktu inn athugasemdir, einnig með einka minnispunktum
 • Samþættingar með auðveldum hætti við aðrar leiðandi lausnir innan lögfræðinnar
Fasteigna- & rekstrarfélög
Við erum að nota CoreData til að stjórna málum okkar og skjölum. Ég get nálgast, deilt, breytt öllum upplýsingum hvar sem er og hvenær sem er. Það sem okkur líkar hvað best er hæfileikinn til að stjórna aðgangi að skjölum og deila ákveðnum skrám með tilteknu fólki.
Vilborg Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Advel

Vertu með allt á hreinu með þínar fasteignir

Bæði fasteignasalar og umsjónarmenn fasteigna þurfa að sinna skjalavinnu en eru oftast að vinna utan skrifstofu. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir fasteigna- & rekstrarfélög að styðja við starfsfólk til þess að geta stjórnað, geymt, sótt og deilt upplýsingum um fasteignina sína með auðveldum hætti og alltaf á ferðinni.

Eiginleikar stafrænnar skrifstofu CoreData gerir fasteignasölum kleift að einbeita sér við að nýta tímann og fjármuni að tækifærum fyrir viðskiptavini sína frekar en að leita að pappír út um allt.

 • Skipuleggðu allar færslur, myndir, skráningar og teikningar svo að þær finnist auðveldlega
 • Með auðveldum hætti tryggir þú öruggt aðgengi að mikilvægum skjölum fyrir birgja, eigendur eða leigjendur
 • Hjálpaðu starfsfólki þínu að finna, athuga eða bæta við upplýsingum um eignir með einföldum hætti
 • Tímasettu mikilvæg verkefni, áminningar eða mikilvæga fresti
Menntastofnanir

Vinnið báráttuna gegn pappír og verið umhverfisvæn

Í eðli sínu eru skólar, háskólar og háskólastofnanir með mikið af skjölum, ferlum og umsóknum sem geta krafist mikillar pappírsnotkunar.

Að beita áreiðanlegri og einfaldri notkun lausnar við varðveislu skjala í menntageiranum er hægt að draga úr kostnaði við geymslu pappírs og á sama tíma auka hægræðingu á umsókna- og skráningarferlum með breyttu rafrænu vinnulagi

 • Útbúðu miðlægan stað fyrir allar skrár sama á hvaða formi þær eru
 • Geymið skrár og viðkvæmar nemenda upplýsingar með öruggum hætti
 • Tryggið auðvelt og öruggt aðgengi að umsóknum, prófskírteinum og vottorðum
 • Varðveitið skráningu skjala með samræmi krafna við reglugerðir
Heilsustofnun
Við notum CoreData fyrir öll skjöl og mál. Það er afar mikilvægt að við getum nálgast, deilt og breytt öllum gögnum hvar og hvenær sem er.
Elfa Ýr Gylfadóttir, Fjölmiðlanefnd, Framkvæmdastjóri

Haltu sjúklingum þínum heilbrigðum og tryggðu lög um persónuvernd

Tryggðu sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, umönnunarheimilum sem og lyfjafyrirtækjum stafræna skrifstofu með því að hagræða flæði skjala á milli deilda.

Með öruggum hætti geymir þú viðkvæm gögn fyrir sjúklinga með skilvirkum hætti og tryggir árangusríka eftirfylgni gagna fyrir sjúklinginn.

 • Hafðu umsjón með öllum sjúkraskrám, tryggingum og reikningum á einum stað
 • Notaðu fullkomna leitarvél og finndu skjölin sem þig vantar á augabragði í staðinn fyrir að fara í gegnum haug af pappír
 • Vertu tilbúin fyrir endurskoðun þar sem rekstur þinn stenst lög um persónuvernd
 • Skipuleggðu skjölin þín á þann hátt sem hentar þér
Fjármál & reikningshald
CoreData er með öfluga möguleika á uppsetningu sem sérhvert fyrirtæki getur notið góðs af. Ef þig vantar aðstoð, munu þau hjálpa þér strax.
Sigfús Rúnar Eysteinsson, Festa lífeyrissjóður, Skrifstofustjóri

Tryggja og vernda mikilvægar skrár

Með stafrænni skrifstofu CoraData geta fjármáladeildir, bókhaldsfyrirtæki, lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir notið góðs af með því að stýra mikilvægum skjölum með öruggum hætti.

Auðveld aðgangsstýring fyrir reikninga, kvittanir, fjárhagsáætlanir, pantanir, greingar og skýrslur – viðkvæmar fjárhagsupplýsingar aðgengilegar fyrir þá sem eiga að hafa aðgang.

 • Geymdu viðkvæm fjárhagsleg gögn og deildu með öruggum hætti með endurskoðendum
 • Uppfylltu kröfur og staðla um persónuvernd
 • Stjórnaðu og flokkaðu skjölin þín eftir þínum þörfum
 • Gagnaherbergi og stjórnarvefgátt eru aðgengilegar þar sem þörf er á sérstakri varðveislu og aðgangsstýringum
 • Flýttu fyrir með rafrænni innskráningu og rafrænni undirritun samninga og fundargerða
Framleiðslufélög

Stækkaðu reksturinn þinn ekki umsýslu skjala

Sama hvort þú átt lítið eða stórt framleiðslufyrirtæki, það er alltaf rými fyrir að bæta snerpu í framleiðslu. Bættu varðveislu rafrænna skráningu skjala.

Komdu á skilvirkari leið til að tryggja samskipti og aðgengi gagna við birgjana þína – veittu þeim með einföldum hætti aðgang að skjölum, pöntunum, tilboðum og reikningum.

 • Auðveldaðu ferlið frá byrjun til enda
 • Flýttu fyrir og undirritaðu samninga með rafrænum hætti
 • Kenndu þínu fólki að leita að því sem það þarf með lítilli fyrirhöfn
 • Frá pöntun til endurgjafar neytenda – skráðu allar upplýsingar á einum stað
 • Útvíkkaðu notkun á stafrænni skrifstofum með mannauðsdeild og eignastýringu
Félagasamtök
Við erum að nota CoreData til að stjórna málum okkar og skjölum. Ég get nálgast, deilt, breytt öllum upplýsingum hvar sem er og hvenær sem er. Það sem okkur líkar hvað best er hæfileikinn til að stjórna aðgangi að skjölum og deila ákveðnum skrám með tilteknu fólki.
Vilborg Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Advel

Viðhaltu trausti við þína stuðningsmenn og varðveittu allar upplýsingar

Að tryggja gegnsæi og nákvæmar upplýsingar fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða með stafrænni skrifstofu er jafn mikilvægt og að tryggja rétt aðgengi þeirra að upplýsingum

Samtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, eru að mestu leyti háð ytri fjármögnun og fyrir þau er mikilvægt að rekja, geyma og finna fljótt upplýsingar án þess að þurfa að leita að upplýsingum í löngum tölvupóstþræði

 • Hafðu stjórn á því hvenær, hvar og hvernig upplýsingum er deilt
 • Útbúðu skýrslur með nákvæmum hætti án þess að eyða of miklum tíma við að leita að upplýsingum
 • Tryggðu endurskoðendum og skoðunarmönnum fullan aðgang að viðeigandi upplýsingum með öruggum hætti
 • Lækkaðu skrifstofu-, flutnings- og prentkostnað með stafrænni skrifstofu
Listasöfn
Við erum að nota CoreData til að stjórna málum okkar og skjölum. Ég get nálgast, deilt, breytt öllum upplýsingum hvar sem er og hvenær sem er. Það sem okkur líkar hvað best er hæfileikinn til að stjórna aðgangi að skjölum og deila ákveðnum skrám með tilteknu fólki.
Vilborg Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Advel

Stjórnaðu aðgengi listaunnenda að listaverkunum þínum hvenær sem er og hvar sem er

CoreData er stafræn skrifstofa sem er hönnuð fyrir listagallerí, listamenn, söfn, uppboðshús og listasöfn til að einfalda dagleg störf, einfalda leit, geyma og gefa aðgang að listaverkum, tengiliðum, viðskiptum og skipuleggja sýningar sem eru alltaf aðgengilegar

Fyrir listasöfn getur CoreData verið notað sem birgða- eða sýningartæki sem notað er til að halda sýningarsalnum aðgengilegum allan sólarhringinn á netinu. Einnig er hægt að geyma mikilvæg skjöl eins og innheimtuskjöl og reikninga.

 • Hafðu umsjón með upplýsingum um listaverk með forskoðun myndarinnar á einum miðlægum og öruggum stað
 • Tryggðu réttar upplýsingar varðandi listaverkið sem listasafnið hefur keypt, lánað eða selt
 • Haltu stafræna listaverkaskrá og vertu með tengiliðaupplýsinga á einum stað
 • Vertu hraðari og afkastameiri með því að skipuleggja og framkvæma sýningar í gegnum CoreData
 • Hjálpaðu til við að skipuleggja sýningar og auðvelda aðgengi listaverka

Tölum saman!

Við erum við símann núna og erum ávallt tilbúin til að sýna þér hvað við höfum fram að færa og ræða við þig.

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vefkökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.
OK